Göngum í skólann

Naustaskóli tekur þátt í verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hefst formlega 10.september og lýkur með alþjóðlega "Göngum í skólann deginum" miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.  Nemendur í skólanum verða beðnir um að merkja við hvernig þeir ferðast í skólann og einnig verðum við með svæðaskipan af hverfinu þannig að við sjáum hve langt hver og einn býr frá skólanum. Svæðin verða merkt í 4 liti; gulan, rauðan, grænan og bláan. Börnin merkja við á hvaða svæði þau búa og hvernig þau ferðast í skólann. Íþróttakennari mun síðan vinna úr þeim upplýsingum og setja fram til að allir geti séð. Einnig mun verða smá keppni á milli námshópa um hverjir séu duglegastir að labba í skólann. Síðasta daginn í þessu verkefni sem er 8.október verður tilkynnt um sigurvegara skólans í þessari keppni. Nánari upplýsingar um verkefnið Göngum í skólann má nálgast á vefslóðinni http://www.gongumiskolann.is