Gönguvikan - niðurstöður

Í síðustu viku var Evrópsk samgönguvika og í tilefni af henni ákváðum við að gera könnun meðal nemenda og athuga hvernig þeir ferðast í skólann.  Jafnframt var að sjálfsögðu hvatt til að sem flestir kæmu gangandi eða hjólandi.  Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir og eru eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.  Það er ljóst að æskilegt væri að mun fleiri kæmu gangandi í skólann en segja má að nemendur í 4.-5. bekk séu sigurvegarar átaksins en þar kemur stærsta hlutfall nemendahópsins í skólann með eigin afli.