Grenndargralið - áfangasigur !

Nemendur okkar, þær Stefanía Daney og Erna Kristín, unnu karamellukrukkuna sem markar tímamót í leit að Grenndargralinu 2012.  Grenndargralið er samfélagsfræðiverkefni unnið í 10 þrautum. Margir skólar keppa að lokatakmarkinu, að ná bikarnum sem finna má eftir að 10 þrautir hafa verið leystar. Stefanía og Erna fengu vísbendingu kl 14:40, leystu orðarugl og hjóluðu því næst að Krossanesborgum. Karamellukrukkuna fundu þær svo í gömlu skotbyrgi á staðnum um kl 18.  Þær voru fyrstar af mörgum hópum sem allir voru að leita að krukkunni góðu.  14 hópar lögðu af stað í þetta ævintýri úr Naustaskóla, enn eru virkir 4 hópar. Áfram Naustaskóli!