Þrautirnar tíu munu birtast á heimasíðu Leitarinnar á föstudögum auk þess sem fréttir og tilkynningar munu birtast á facebook-síðu Leitarinnar. Öll vinna nemenda fer fram utan skólatíma og því er um frjálsa þátttöku að ræða. Allar upplýsingar um Leitina má finna á heimasíðu verkefnisins www.grenndargral.is.
Framundan eru 10 vikur fullar af spennandi viðfangsefnum og ljóst að keppnin harðnar með hverju árinu. Við viljum hvetja foreldra og aðra sem koma að uppeldi þeirra sem taka þátt í Leitinni til að aðstoða þau við úrvinnslu þrautanna. Leitin er góður vettvangur fyrir fjölskylduna að koma saman og vinna að sameiginlegu verkefni þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir geta tekið þátt.
Umsjónarmaður Leitarinnar í Naustaskóla er Anna María Sigurðardóttir kennari á unglingastigi.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is