Grunnþættir aðalnámskrár

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út í samstarfi við Námsgagnastofnun rit um grunnþætti í menntun.  Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 og snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru; einnig um framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa. Þeim er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun, stuðla að samfellu í skólakerfinu og ná til starfshátta, inntaks og námsumhverfis á öllum skólastigum. Þeir eru: Læsi í víðum skilningi Sjálfbærni Heilbrigði og velferð Lýðræði og mannréttindi Jafnrétti Sköpun Nú eru komin út þrjú rit af sex um grunnþættina, fyrstu heftin fjalla um sköpun, læsi og lýðræði og mannréttindi. Stefnt er að því að seinni þrjú ritin komi út í byrjun næsta árs. Öll ritin eru gefin út á rafrænu formi og í takmörkuðu upplagi á prentuðu formi. Rafrænu útgáfuna má nú nálgast hér...