Hæfileikakeppni

Verðlaunahafar í keppninni
Verðlaunahafar í keppninni
Hin árlega hæfileikakeppni nemendaráðs var haldin fimmtudaginn 24. janúar sl.  Þar stigu nemendur í 4.-10. bekk á stokk og létu ljós sín skína við mikinn fögnuð viðstaddra.  Það var boðið upp á fjölmörg og fjölbreytt atriði þetta árið og stóðu allir keppendur sig vel, en að lokum var það eins og endranær þannig að aðeins voru veitt verðlaun fyrir þrjú atriði.  Í fyrsta sæti varð Guðmundur Tawan í 5. bekk sem sýndi Parkour-æfingar, í öðru sæti varð Sigurður Bogi í 5. bekk en hann söng lag með frumsömdum texta, og í þriðja sæti varð Sunna Björk í 8. bekk með söngatriði.  Smellið hér til að sjá myndir frá keppninni en hér til að sjá texta Sigurðar Boga..