Hæfileikakeppni nemendaráðs

Einn af föstu liðunum í skólastarfinu hjá okkur er hæfileikakeppni nemendaráðs sem haldin er á hverju ári.  Að þessu sinni var hún haldin föstudaginn 19. febrúar og voru átta atriði sem kepptu til úrslita, en í verðlaun voru að vanda veglegir vinningar. Að lokum fór svo að það var Vilhjálmur Sigurðsson í 5. bekk sem fór með sigur af hólmi en hann spilaði á selló. Í 2. sæti urðu þær Jóna Birna og Sonja Li í 4. bekk en þær voru með dansatriði, og í 3. sæti voru Kolbrún Líf, Þórný Sara og Tinna Malín í 4. bekk en þær sungu og spiluðu á fiðlu. Aukaverðlaun hlaut svo Amanda Eir í 4. bekk fyrir einsöng.  Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegara keppninnar í ár..