Í dag heimsóttu forsetahjónin Naustaskóla ásamt föruneyti og bæjarstjóranum á Akureyri. Heimsóknin var afar ánægjuleg og tókst mjög vel. Yngstu nemendurnir tóku á móti gestunum fyrir utan skólann með fánum og blöðrum í íslensku fánalitunum. Inni í andyri skólans sungu nemendur í 4. bekk fyrir gesti og síðan var haldið inn í sal þar sem nemendur stýrðu dagskránni. Þau sögðu frá ýmsu sem tengdist skólalífinu, sögðu frá fánanum í matsal skólans og gildi hans en hann var unninn á þemadögum á 10 ára afmæli skólans. Nemendur kynntu skipulag og niðurstöður barnaþings sem haldið var sl. vetur og sögðu um leið frá innleiðingu réttindaskólans. Að lokinni þessari samveru á sal gengu gestir inn í unglingadeildina og heilsuðu upp á nemendur þar. Við erum afskaplega stolt af nemendum og starfsfólki skólans eftir þessa vel heppnuðu heimsókn. Á myndinni má sjá nemendur í 3. og 4. bekk sem sungu svo fallega fyrir forsetahjónin.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is