Vegna fjölgunar covid-smita á Norðurlandi eystra síðustu daga munum við herða sóttvarnir í skólanum. Í því felst grímuskylda meðal starfsfólks þar sem ekki verður viðkomið að halda tveggja metra reglu. Frá og með deginum í dag verður starfsfólkið hólfað meira niður en það sama gildir ekki um nemendur. Samvalsgreinar á unglingastigi falla niður a.m.k. þessa viku.
Til og með 26. október verður skólinn lokaður öllum utankomandi aðilum. Ef viðkomandi á brýnt erindi er nauðsynlegt að vera með grímu. Best er að nýta tölvupóstinn og símann til að vera í samskiptum við skólann.
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is