Ágætu foreldrar.
Laugardaginn 20 september verður safnast saman við Naustaskóla kl. 12 og hjólað kl.12.30 að nýjum göngu- og hjólastíg við
Drottningarbraut.
Tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að hjóla saman og enda svo í grillveislu á Ráðhústorgi.
Hjólalest fer frá Naustaskóla og það væri gaman að sjá sem flesta úr okkar hverfi.
Hjólreiðafélag Akureyrar leiðir hjólalestir frá grunnskólum bæjarins að nýjum göngu- og hjólreiðastíg við
Drottningarbraut.
kl. 13:00 Nýr göngu- og hjólreiðastígur formlega vígður við gatnamót Miðhúsabrautar og Drottningarbrautar. Þaðan
hjólað saman að Ráðhústorgi.
kl. 13:30 Dagskrá á Ráðhústorgi.
Grillaðar pylsur og drykkir í boði
Kynning á vistvænum ökutækjum og rafhjólum
Börnin fá að skreyta göturnar
Myndataka fyrir þá sem vilja, í bílstjórasæti strætó
Slökkviliðið mætir á svæðið
Svo er bara að klæða sig eftir veðri og að sjálfsögðu gildir;
ENGINN HJÁLMUR – EKKERT HJÓL
Góða skemmtun