Á dögunum barst Naustaskóla höfðingleg gjöf frá fjórum nemendum skólans en þar er um að ræða safn fugla sem eru til
sýnis í skápum við náttúrufræðistofu skólans. Gjöfinni fylgdi skjal með svohljóðandi texta:
"Hér með er Naustaskóla fært að gjöf safn fugla sem afi okkar, Stefán Baldursson, safnaði og stoppaði upp. Tilgangur gjafarinnar er að vekja
áhuga nemenda skólans um náttúru Íslands og stuðla að aukinni vitund þeirra um það fjölskrúðuga fuglalíf sem
hér á landi er. Í safninu má finna 25 fugla, bæði stóra og smáa. Með kærri kveðju og von um ys og þys við
fuglaskápinn, Monika Birta og Friðrika Vaka Baldvinsdætur, Atli og Baldur Ásgeirssynir"
Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf og hvetjum alla til að gefa sér góðan tíma til að skoða safnið.
Hér má sjá nokkrar myndir af safninu..