Hvernig kenna góðir kennarar?

Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands, hefur líklega fylgst með fleiri kennslustundum en nokkur annar Íslendingur. Kennslustundir sem hann hefur fylgst með eru áreiðanlega vel á annað þúsund og ná til tuga skóla, allra skólastiga og fjölmargra námsgreina. Ingvar hóf að fylgjast með kennslu snemma á áttunda áratugnum í tengslum við námsstjórn og tilraunakennslu. Á árunum 1987 til 1988 fylgdist hann með kennslu í um eitt þúsund kennslustundum á miðstigi grunnskóla í tengslum við rannsóknir á notkun námsefnis og áhrifum þess á kennsluhætti. Undanfarin ár hefur Ingvar tekið þátt í rannsókn á starfsháttum í tuttugu grunnskólum sem hafa leitt hann inn í fjölda kennslustunda.  Á netinu er nú að finna fyrirlestur þar sem Ingvar leitast við að bregða upp svipmyndum af minnisstæðum kennslustundum úr þessum reynslubanka og tengja þær hugmyndum um góða kennslu.  Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum hér