28.07.2009
/*
/*]]>*/
Gert er ráð fyrir að námsgögn fyrir
nemendur s.s. stílabækur o.þ.h. verði keypt í magninnkaupum á vegum skólans og foreldrar svo rukkaðir fyrir kostnaðinum. Þetta er gert til
þæginda en einnig til að ná fram magnafsláttum. Áætlað er að kostnaður pr. nemanda í 1.-3. bekk verði um 3500 kr. og
þurfa þá foreldrar ekkert að versla til skólans fyrir börn sín nema litla skólatösku og íþróttafatnað (stuttbuxur, bol og
sundföt). Í 4.-7. bekk er gert ráð fyrir að kostnaður pr. nemanda verði um 3000 kr. en þar útvegi nemendur/foreldrar sjálfir skriffæri,
strokleður, reglustiku og vasareikni auk tösku og íþróttafatnaðar.
Ef einhverjir foreldrar óska samt sem áður eftir því að kaupa gögn fyrir sín börn eru viðkomandi beðnir um að snúa sér
til skólans til að fá innkaupalista.