Innkaup námsgagna

Skólinn annast innkaup á námsgögnum fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Ef einhver óskar eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Vegna hagstæðra innkaupa getum við lækkað gjaldið frá fyrra ári og námsgagnagjald haustið 2014 er því kr. 3.600.- fyrir alla nemendur. Foreldrar eru beðnir um að greiða gjaldið inn á reikning 565-26-460110, kt. 460110-1140, fyrir 21. ágúst, vinsamlegast setjið nafn barns sem skýringu/tilvísun. Hér má finna innkaupalista fyrir 4.-10. bekk: - Innkaupalisti 4.-5. bekkjar - Innkaupalisti 6.-7. bekkjar - Innkaupalisti 8.-10. bekkjar