Í tilefni af fullveldisdeginum og áratugaafmælis Íslandsklukkunnar, útilistaverks eftir Kristinn E. Hrafnsson við
Sólborg, er öllum grunnskólanemendum og fjölskyldum þeirra boðið að heimsækja Háskólann á Akureyri þann 1.
desember. Dagskráin er sem hér segir:
Við Íslandsklukkuna kl. 16:15
- Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á
Akureyri flytur ávarp
- Viðar Guðbjörn Jóhannsson, 5. bekk
Glerárskóla, sigurvegari smásagnakeppninnar sem haldin var í tilefni af áratugaafmæli Íslandsklukkunnar hringir bjöllunni
- Stúdentar Háskólans á Akureyri bera logandi
kyndla
Í hátíðarsal Háskólans á
Akureyri, gengið inn um aðalinngang kl. 16.30 -18.00
- Heitt kakó og smákökur
- Barnakór Akureyrarkirkju flytur nokkur lög undir stjórn
Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur
- Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
flytur ávarp
- Viðar Guðbjörn Jóhannsson les upp vinningsöguna
sína
- Sýning á smásögunum sem bárust í
keppnina
- Björn Þorláksson rithöfundur og
bæjarlistamaður hvetur unga fólkið til dáða
Allir bæjarbúar eru hvattir til að mæta á
hátíðarhöldin og eru þátttakendur í smásagnakeppninni,
fjölskyldur þeirra og skólasystkini sérstaklega boðin velkomin. Gerum okkur glaðan dag og hefjum jólamánuðinn á huggulegum
nótum