Íslensku menntaverðlaunin

Núna í vor verða Íslensku menntaverðlaunin afhent í sjöunda sinn.  Verðlaun þessi eru sannkölluð þjóðarverðlaun því hver og einn getur sent inn sínar tilnefningar. Við höfum flest skoðanir á því hvað sé góður kennari, frábært námsefni ellegar góður skóli.   Embætti forseta Íslands veitir verðlaunin og eru allir hvattir til að senda inn tilnefningar um þá sem þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að fá Íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskum grunnskólum.  Nánari upplýsingar má nálgast hér..