30.11.2015
Jóladagatal grunnskólanna á vegum Samgöngustofu hefur göngu sína 1. desember. Tilgangur dagatalsins er að rifja upp mikilvægar umferðarreglur en þar segir frá fjölhæfum dýrum sem feta sig áfram í umferðinni. Alla daga fram að jólum birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á www.umferd.is Með þátttöku komast nemendur í verðlaunapott en tveir eru dregnir út á hverjum degi og fá senda Jólasyrpu frá Eddu útgáfu. Nemendur eru hvattir til að taka þátt! Smellið hér...