14.12.2009
Á jólaþemadögum 9.-11. desember
unnu nemendur í 7 hópum en í hverjum og einum hóp voru krakkar úr öllum árgöngum skólans. Þetta tókst stórvel,
þau eldri aðstoðuðu hin yngri (og stundum auðvitað öfugt) og allir virtust njóta fjölbreytninnar í hópunum. Verkefnin voru líka
margvísleg en áttu það flest sameiginlegt að tengjast jólunum á einhvern hátt. Foreldrar hafa kannski orðið varir við glimmer
á heimilum sínum upp á síðkastið en það er óhætt að segja að "glimmerstigið" í skólanum hafi risið
ákaflega síðustu daga... Smellið hér til að skoða nokkrar myndir
frá jólaþemadögunum.