Keppni í lestri !

Nú er aldeilis um að gera að herða sig í lestrinum því að það eru komnar í gang tvær lestrarkeppnir.. Annars vegar er þar um að ræða lestrarátak Ævars vísindamanns en það miðast við nemendur í 1.-7. bekk.  Það átak felst í því að þátttakendur lesa og kvitta fyrir hverja lesna bók á sérstakan miða sem skilað er á skólabókasafn eða til ritara skólans þegar þrjár bækur hafa verið skráðar.  Í febrúar verða svo dregin út fimm nöfn úr öllum innsendum miðum og vinningshafar verða gerðir að persónum í nýjustu bók Ævars vísindamanns!  Nánari upplýsingar um þessa keppni má nálgast á vefnum www.visindamadur.com Hins vegar er það lestrakeppnin Allir lesa, en þar geta hópar skráð sig til leiks og keppst við að lesa sem mest, en keppnin stendur frá 17. október til 16. nóvember.  Frestur til að skrá sig er til 16. október og nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.allirlesa.is