Keppt í upplestri og Skólahreysti

Miðvikudagurinn 11. mars var mikill keppnisdagur en þá fóru fram bæði Skólahreysti og lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk.  Naustaskóli átti að sjálfsögðu fulltrúa í báðum þessum keppnum, í Skólahreysti kepptu þau Bjarney Sara, Crispin Tinni, Heiðar Örn og Una Kara en í upplestrinum voru þau Arnór Ísak og Íris okkar fulltrúar.  Ekki náðum við verðlaunum í hús í þetta skiptið en fulltrúar okkar í báðum keppnunum stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum okkar til sóma.  Takk fyrir það!