Föstudaginn 11. september fer fram hin árlega kosning til nemendaráðs Naustaskóla. Kjörið fer þannig fram að nemendur í 4.-10. bekk fá ákveðinn frest til að bjóða sig fram, þeir geta síðan hengt upp "áróðursplakat" í matsalnum, að framboðsfresti liðnum er birtur listi yfir frambjóðendur og þegar kemur að kjörfundi fá frambjóðendur tækifæri til að flytja stutt ávörp áður en gengið er til kosninga. Hér má sjá lista yfir frambjóðendur ársins og hér má sjá áróðurinn...