Kosningu í nemendaráð frestað til 26. september

Kosningu í nemendaráð er frestað til 26. september. Það mega allir nemendur í 4.-10. bekk bjóða sig fram og verður einn fulltrúi úr hverjum bekk valinn í ráðið og einn til vara. Nemendur eru hvattir til þess að kynna sig, t.d. með veggspjöldum, og á kosningafundinum 26. september fá þeir tækifæri til að kynna sig og sín baráttumál. Mikilvægt er að ræða það við nemendur sem ætla að bjóða sig fram að þeir þurfa að koma upp og kynna sig til þess að vera kjörgengir.