Krakkaskak.is er nýr vefur fyrir börn og unglinga sem vilja kynnast skáklistinni og vilja mennta sig
í henni. Þar kennir ýmissa grasa fyrir utan skák eins og til dæmis litabók með taflmönnum. Þá eru teiknimyndakeppnir,
kennslumyndbönd í skák og fleira skemmtilegt. Einnig er hægt að skrá sig í krakkaskáklið og tefla við önnur börn í
rauntíma. Vefurinn er alveg frír og er rekinn áfram á styrkjum og frjálsum framlögum. Þeir sem standa að kennslunni eru Siguringi
Sigurjónsson og Henrik Danielsen stórmeistari í skák. Á vefnum verða haldin skákmót og eins eru alltaf teiknimyndakeppnir í hverjum
mánuði sem fyrir eru veitt góð verðlaun. Smellið hér til að skoða vefinn..