Kvíði barna og unglinga - námskeið

Símenntun Háskólans á Akureyri mun um miðjan október bjóða upp á afar áhugavert námskeið fyrir foreldra og þá sem starfa með börnum, en námskeiðið fjallar um kvíða barna og unglinga.  Fjallað verður um eðli og einkenni kvíða, af hverju börn verða kvíðin, hvernig kvíði birtist, hvernig hann viðhelst og hvernig æskilegt er að bregðast við kvíðahegðun. Smelltu hér til að sjá auglýsingu Háskólans.