Kynning á Byrjendalæsi

Þriðjudaginn 10. nóvember kl. 17:30-18:30 verður boðið upp á kynningu fyrir foreldra nemenda í 1.-3. bekk á kennsluaðferðinni Byrjendalæsi.  Byrjendalæsi er kennsluaðferð sem við erum að nota mikið í þessum bekkjum og setur mjög mark sitt á starfið þar.  Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst á skólagöngunni en um leið hentar aðferðin einkar vel til samþættingar og tengsla við hinar ýmsu námsgreinar. Það er æskilegt að foreldrar kynni sér um hvað málið snýst því það veitir mikilvæga innsýn í starfið í skólanum og markmið hinna ýmsu verkefna, hvort heldur er í skólanum eða heimanámi.  
Á fundinum mun Jenný Gunnbjörnsdóttir frá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri kynna aðferðina en hún er ráðgjafi skólans við þróun Byrjendalæsis.
Með von um að sjá sem flesta.
Skólastjórnendur og kennarar í 1.-3. bekk.