Kynningardagur

Föstudaginn 9. október ætlum við að kynna skólastarfið aðeins fyrir foreldrum. Þennan dag verður frí í skólanum hjá nemendum en Frístund opin fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru skráðir. Foreldrum er boðið að mæta í skólann þennan dag kl. 8 að morgni og setja sig aðeins í spor nemenda. Þeir byrja á að hitta “umsjónarkennarann sinn”, mæta svo á stutta samveru og hitta skólastjórnendur og fara svo á heimasvæðið með sínu kennarateymi. Áætlað er að þetta taki um klukkustund og hvetjum við foreldra eindregið til að mæta til að fá kynningu á skólastarfinu og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þennan dag býðst foreldrum einnig að fá viðtöl við umsjónarkennara. Þeir sem þess óska eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi kennara með tölvupósti eða símleiðis til að ákveða tímann. Að öðru leyti verður dagurinn nýttur til umræðna, stefnumótunar og undirbúnings innan skólans. Athugið að hægt er að taka börn með í skólann þann tíma sem kynningin stendur þó þau verði ekki í Frístund meira þann daginn, ekki þarf að skrá það sérstaklega.