Þriðjudaginn 9. nóvember kl. 20:00-21:00 er foreldrum boðið til kynningar á uppeldisstefnunni Jákvæðum aga. Fundurinn verður í sal
skólans á 2. hæð og verður þar fjallað um hugmyndafræði stefnunnar, framkvæmd hennar í skólanum og nokkur hagnýt
ráð við uppeldi. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir foreldra á næstu vikum, í samstarfi við aðra skóla sem eru að
innleiða JA. Ekki er búið að tímasetja námskeiðið en upplagt er fyrir áhugasama að byrja á að mæta á fundinn og
skoða hvort þetta sé ekki eitthvað sem er þess virði að kíkja betur á....