Áhugasamir nemendur!
Þann 16. febrúar fengum við í heimsókn til okkar mann að nafni Jóhann Breiðfjörð. Hann hafði meðferðis u.þ.b. 100 kg af
legókubbum og hélt stutt námskeið fyrir nemendur í 4.-7. bekk þar sem þau fengu að reyna sig við skemmtilega hluti eins og að nota
tannhjól, gíra, mótora o.fl. auk þess sem þau prófuðu vélmenni sem samsett er úr legóbúnaði. Við erum
dálítið áhugasöm um þau tækifæri sem tæknilegó býður upp á til skemmtunar og lærdóms í leiðinni
og erum að reyna að safna okkur upp dálitlum stofni af kubbum, bæði venjulegum kubbum, tannhjólum, mótorum o.s.frv. og höfum reyndar fengið
stórgóðar gjafir frá áhugasömum foreldrum og nemendum undanfarið. Bestu þakkir fyrir það! Smellið hér til að sjá myndir frá vinnu nemenda í 6.-7. bekkjar með
legóið.