13.03.2014
Kæru foreldrar og
börn
Ungmennaráð Unicef á Íslandi og SAMTAKA á Akureyri ætla að standa fyrir leikfangaskiptimarkaði fyrir börn laugardaginn 22. mars á
Glerártorgi frá kl. 13-17. (Markaðurinn verður í bilinu þar sem verslunin Ice in a bucket var)
Markmiðið með skiptimarkaðinum er að fá börn til að nýta leikföngin sín betur og læra um umhverfisvæn sjónarmið og
sjálfbærni. Á staðnum geta þau einnig fengið fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi sín hjá Ungmennaráði
Unicef.
Börnum verður boðið að koma með leikföng, spil eða bækur sem þau eru hætt að nota og láta þau í skiptum fyrir notaða
hluti frá öðrum börnum. Þannig geta notaðir hlutir öðlast nýtt líf í höndunum á nýjum börnum. Til að
þetta verkefni geti orðið að veruleika, langar okkur að biðla til ykkar um að leggja okkur lið við að koma upp safni notaðra
leikfanga/bóka/spila.
Guðrún og Begga á skrifstofu Naustaskóla munu taka á móti leikföngum og stimpla kort. Við munum hefja söfnun á miðvikudagsmorgni
19/3 og til seinniparts á föstudeginum 21/3.Það er von okkar að þið takið vel í bón okkar og við sjáumst jafnframt á
Glerártorgi.
Ath: þetta fer þannig fram, að börnin geta komið með leikföng á skrifstofu skólans og fá stimpil í kort í staðinn.
Síðan geta þau valið sér leikföng á skiptimarkaðnum og þar gildir, einn stimpill = einn hlutur. Eða komið með leikföng á
skiptimarkaðinn sjálfan og fengið önnur í staðinn.
Endilega takið þátt og gætið þess að leikföng/spil/bækur séu hrein og heil.