Leikskóladeild innan veggja Naustaskóla?

Nú eru börn í Naustahverfi orðin svo mörg að undanfarin misseri hefur Naustatjörn ekki getað annað eftirspurn eftir leikskólaplássum. Því þurfa mörg börn úr hverfinu að sækja leikskóla í aðra bæjarhluta. Af þessu tilefni hefur þeirri hugmynd verið velt upp að bæta við einni deild á Naustatjörn sem gæti verið staðsett í húsnæði Naustaskóla. Á fundi skólanefndar í vikunni var eftirfarandi bókað um málið:   "Hugmyndir að lausn á fjölgun leikskólarýma í Naustahverfi hafa verið til umræðu á skóladeild og ein af þeim leiðum sem verið er að hugleiða er að í Naustaskóla verði einnig rými fyrir leikskólabörn. Fyrir fundinn voru lagðar hugmyndir til kynningar og umræðu. Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Skólanefnd tekur vel í þessar hugmyndir og felur skóladeild að vinna áfram að málinu í samstarfi við skólastjórnendur Naustatjarnar og Naustaskóla."