Litlu jól mánudaginn 21. desember

Kæru foreldrar/forráðamenn
Litlu jólin í Naustaskóla verða með aðeins breyttu sniði í ár. Við leggjum upp með að hafa huggulega stund inn á því svæði sem nemendur hafa verið á síðustu vikur.
Það verður kakó og piparkökur í boði fyrir nemendur en þau mega einnig taka með sér auka nesti. Helgileikurinn verður síðan sýndur á skjá en hann verður tekinn upp á fimmtudeginum. Það er óhætt að segja að í hópi 4. bekkjar eru mjög margir efnilegir söngvarar og teljum við nokkuð öruggt að einhverjir muni ná langt í sönglistinni
Foreldrar 4. bekkjar fá senda slóðina í tölvupósti á föstudeginum og geta því sest niður með börnunum og horft með þeim á helgileikinn með jólaöli og smákökum!
Því miður verður ekki dansað í kringum jólatréð í ár en við deyjum ekki ráðalaus og munu tveir starfsmenn skólans vera með live tónleika í gegnum teams forritið. Það fá allir nemendur texta með jólalögunum og við höfum fulla trú á því að það verði frábær jólastemning á jólatónleikum Naustaskóla.
Tímasetningar á litlu jólum:


1. hópur mætir Kl: 8:30 – 10:00. Það eru nemendur í 1. – 3. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennara. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar og að lokum höfum við heyrt að nokkrir þrælskemmtilegir jólasveinar muni kíkja á krakkana.


2. hópur mætir kl: 8:30 – 10:00. Það eru nemendur í 4. bekk og nemendur í 6. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl.


3. hópur mætir kl. 10:10- 11:40. Það eru nemendur í 5. bekk og nemendur í 7. bekk. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl.


4. hópur mætir kl. 9:00 – 10:30. Það eru nemendur á unglingadeild. Þau mæta á sín heimasvæði spariklædd og hafa huggulega stund með umsjónarkennurum. Í boði verður kakó og piparkökur, helgileikur sýndur á skjá, live jólatónleikar o.fl.
Ef eitthvað er óljóst varðandi litlu jólin og skipulagið þann 21. desember þá má hafa samband við umsjónarkennara.
Kær kveðja og gleðileg jól,
Stjórnendur Naustaskóla