Litlu jólin

Litlu jólin í Naustaskóla eru föstudaginn 18. desember og eftir þau hefst jólafrí! Skólatími hjá nemendum 18. des er kl. 9:30-12:00, þá er matur og svo opnar Frístund fyrir þá sem þar eru skráðir. Skólinn opnar kl. 7:45 eins og venjulega og nemendur geta mætt þá í gæslu til 9:30. Á litlu jólunum verða nemendur með umsjónarkennurum fram eftir morgni en svo komum við saman við jólatréð, syngjum saman, höfum helgileik, danssýningu o.fl. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá.