20.12.2011
Litlu jólin í
Naustaskóla verða þriðjudaginn 20. desember. Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí.
Á litlu jólunum mæta nemendur sem hér segir:
1., 4., 5., 8. og 9. bekkur kl. 8:30-10:00
2., 3., 6., og 7. bekkur kl. 10:00-11:30Frístund verður opin á litlujóladaginn fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir og eins
virka daga í jólaleyfinu. Skólastarf að loknu jólaleyfi hefst miðvikudaginn 4. janúar með viðtalsdegi þar sem allir foreldrar og
nemendur verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara. Viðtalstímar verða birtir og sendir út milli jóla og nýárs.