Litlu jólin í Naustaskóla verða
föstudaginn 21. desember. Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí.
Á litlu jólunum mæta allir nemendur kl. 9:00 og skóladeginum lýkur um kl. 11:00.
Frístund verður opin á litlujóladaginn kl. 7:45-16:15.
Að loknu jólaleyfi hefst skólastarfið 2.-3. janúar en þá daga eru starfsdagar fyrir hádegi en viðtöl við foreldra og nemendur eftir
hádegi. Kennsla skv. stundaskrá hefst svo föstudaginn 4. janúar.