05.03.2012
Í tilefni af 150 ára afmæli
Akureyrar er efnt til ljóðasamkeppni í leik- og grunnskólum bæjarins. Yfirskrift ljóðasamkeppninnar er Akureyri, brosandi bær.
Þátttakendur eru allir leik- og grunnskólanemendur og veitt verða verðlaun fyrir besta ljóðið eftir nemanda í leikskóla, besta
ljóðið eftir nemanda í 1.- 5. bekk og besta ljóðið eftir nemanda í 6. – 10. bekk. Fjögurra manna dómnefnd velur
verðlaunaljóðin. Verðalaunaafhending verður 16. maí. Ljóðin sem berast í samkeppnina munu verða birt hér og þar um
bæinn á afmælisárinu. Ljóðin mega ekki hafa birst annarsstaðar og áskilur bærinn sér rétt til birtingar án
endurgjalds. Í Naustaskóla höfum við dálitla forkeppni og munum sjálf velja ljóð til þátttöku í aðalkeppninni, og
til birtingar á heimasíðu, fréttabréfi o.s.frv. Ljóðum skal skilað til umsjónarkennara eða Karls
tónmenntakennara fyrir 26. mars.