Ljóðasamkeppni Norðurorku

Norðurorka efnir til ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna á þjónustusvæðum sínum í Eyjafirði undir yfirskriftinni  „Hvers virði er mér vatnið".  Hvað dettur okkur í hug þegar við förum yfir venjulegan dag í lífi okkar og skoðum hvenær og hvernig við notum vatnið. Til hvers er vatnið notað? Við drekkum það, notum það í matreiðslu og hitum húsin með því. Við böðum okkur í því, syndum í því og búum til rafmagn með því. Vatnið er notað út um allt. Vatnið er ekki bara dásamlegt, það er líka lífsnauðsynlegt. En hvaðan kemur það? Hvernig kemst það í húsin til okkar? Hvert fer það þegar við erum búin að notað það? Keppt er í þremur flokkum; 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur  Ljóðunum geta nemendur skilað á skrifstofu skólans síns eða sent þau í pósti til Norðurorku, Rangárvöllum, 603 Akureyri – merkt ljóðasamkeppni. Í ljóðabréfinu þarf að koma fram heiti ljóðsins, nafn höfundar og heimilisfang, sími og/eða netfang, skóli og bekkur. Skilafrestur er til 13. maí.  Nánari upplýsingar og skýringar má finna á heimasíðu Norðurorku http://www.no.is/