Nemendur í 4.-5. bekk voru að vinna að ljóðaþema um daginn þar sem þau kynntu sér ljóð og ljóðskáld, sömdu
sín eigin ljóð, æfðu sig í upplestri, fengu leikara í heimsókn o.fl. Þau luku svo þemavinnunni með glæsilegri
upplestrarhátíð þar sem allir stóðu sig með mikilli prýði. Svo bættu þau um betur og fluttu líka ljóð á
samverustund, glæsilegt hjá þeim! Smellið hér til
að sjá nokkrar myndir frá upplestrinum..