Í ár verða Foreldraverðlaun Heimilis og skóla afhent í 26. sinn og er opið fyrir tilnefningar á heimasíðu okkar www.heimiliogskoli.is út 21. maí 2023.
Við leitum sérstaklega eftir tilnefningum vegna einstaklinga eða hópa/verkefna sem hafa með einhverjum hætti stuðlað að því að efla samstarf heimilis og skóla og nærsamfélagsins.
Verkefnin mega vera á öllum skólastigum og hægt er að tilnefna hvort sem er einstaklinga eða hópa sem standa fyrir verkefninu. Ekki er verra ef verkefnin hafa fest sig í sessi.
Þá erum við að leita eftir einstaklingum sem hafa með framlagi sínu til lengri tíma haft jákvæð áhrif á samstarf heimila og skóla á einhverju skólastigi.
Okkur þætti vænt um ef þú myndir koma þessum skilaboðum áfram innan þíns skólasamfélags og hvettir fólk til að tilnefna eða tilnefndir sjálf/sjálfur verkefni eða einstaklinga sem þér finnst eiga viðurkenningu skilið.
Með kærri kveðju og fyrirfram þökk,
Teymið hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra
_____________________________________________
Heimili og skóli – landssamtök foreldra
Laugavegur 176, 4.hæð, 105 Reykjavík
Sími: 516 0100
Netfang: heimiliogskoli@heimiliogskoli.is
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is