Merki skólans

/* /*]]>*/  Hannað hefur verið merki fyrir skólann sem unnið er út frá orðunum ”naust” og “skóli”. Heildarútliti merkisins svipar til framhluta skips sem vísar til nafns skólans en einnig til þess að í skólanum eru “allir á sama báti” og skólasamfélagið er á sameiginlegri siglingu í átt að settum markmiðum. Í merkinu má sjá penna sem hefur vísan í nám og kennslu.  Merkið er örvalaga og vísar til framtíðar, sumir sjá út úr merkinu fugl sem stefnir til himins en það er vel við hæfi þar sem við í Naustaskóla erum að “hefja okkur til flugs”. Blár er litur trausts og virðingar og hefur einnig vísan til öryggis.  Brúnn litur er jarðbundinn, hann táknar vináttu, jörð, styrk og stöðugleika. Smellið hér til að sjá nánar...