Morgunfundir

Vikuna 9.-13. september verða haldnir morgunfundir með foreldrum í Naustaskóla.  Þar er um að ræða kynningu fyrir foreldra á starfinu í skólanum auk þess sem tækifæri gefast til umræðna og fyrirspurna.  Fundirnir verða kl. 8:10-9:10 að morgni, nemendur mæta einnig á sama tíma og venjulega þessa daga nema að nemendur í 8.-10. bekk fá að sofa örlítið lengur þann 12. sept. og mæta þá kl. 9:15.  Fundirnir verða sem hér segir: 2.-3. bekkur föstudaginn 13. september kl. 8:10-9:10 4.-5. bekkur miðvikudaginn 11. september kl. 8:10-9:10 6.-7. bekkur mánudaginn 9. september kl. 8:10-9:10 8.-10. bekkur fimmtudaginn 12. september kl. 8:10-9:10 Áður en morgunfundirnir hefjast, kl. 7:45-8:10 þessa daga, munu nemendur í 10. bekk selja rúnstykki, kaffi og kókómjólk.  Það er því um að gera fyrir nemendur og foreldra að taka daginn snemma og mæta saman í skólann, fá sér rúnstykki eða jafnvel hafragraut áður en haldið er til fundar og náms.  Rúnstykki kostar 200 kr. og rúnstykki + kókómjólk 300 kr.  Ekki er hægt að greiða með kortum. Rétt er að minna foreldra á að bílastæði við skólann eru mjög af skornum skammti þannig að það er nauðsynlegt að allir sem það mögulega geta komi gangandi...!!