06.11.2011
Í nóvember ætlum við að gera
tilraun með að bjóða upp á svokallað "morgunkaffi með stjórnendum". Það felur í sér að kl. 8:10-9:00 nokkra morgna verða
stjórnendur skólans til viðtals í kaffistofu skólans fyrir foreldra í hverjum námshópi, þar sem ætlunin er að hafa frekar
óformlegt spjall um skólastarfið, og gefa foreldrum tækifæri til að koma á framfæri sínum væntingum og skoðunum.
Tímasetningar á þessu eru sem hér segir:
1. bekkur; föstudaginn 11. nóvember kl. 8:10-9:00
2.-3. bekkur; þriðjudaginn 15. nóvember kl. 8:10-9:00
4.-5. bekkur; miðvikudaginn 16. nóvember kl. 8:10-9:00
6.-7. bekkur; föstudaginn 18. nóvember kl. 8:10-9:00
8.-9. bekkur; miðvikudaginn 23. nóvember kl. 8:10-9:00
Með von um
að sjá sem flesta í góðu og gagnlegu spalli!