Bæjarstjóri og formaður skólanefndar við vígslu Naustaskóla
Húsnæði skólans var formlega vígt laugardaginn 28. nóvember. Fulltrúi verktaka afhenti veglegan lykil sem gekk til bæjarstjóra,
þaðan til formanns skólanefndar og loks til skólastjóra. Nemendur léku og sungu, 7. bekkur starfrækti kaffihús og skólinn var opinn til
skoðunar fyrir bæjarbúa og margir nýttu sér það. Skólanum barst töluvert af gjöfum og góðum kveðjum sem við
þökkum fyrir og gleðjumst yfir, þetta var hinn ánægjulegasti dagur. Smellið
hér til að sjá myndir frá vígsluhátíðinni..