Kolfreyja kom, sá og sigraði!
Hæfileikakeppnin "N-Factor" var haldin í fyrsta skipti í Naustaskóla fimmtudaginn 26. maí. Þar tróðu upp fjölmargir nemendur en
atriði í keppninni voru alls 11. Nemendaráð hafði skipulagt keppnina og safnað vinningum og þau önnuðust einnig dómgæslu og
kynningar. Varð þetta hin besta skemmtun, þátttakendur stóðu sig hver öðrum betur og hæfileikarnir hreinlega flæddu um
húsið. Að lokum varð þó niðurstaða dómnefndar sú að Pétur og Tumi urðu í þriðja sæti, Klara, Lotta og
Sara í öðru sæti en í fyrsta sæti varð Kolfreyja sem flutti frumsamið lag af mikilli list. Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá keppninni.