Guðbjörg Ringsted afhenti í gær Akureyrarkaupstað að gjöf málverkið Flögrandi (90x90 sm) sem þakklætisvott fyrir þann
heiður sem henni var sýndur með því að hafa verið valinn bæjarlistamaður 2012-2013. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
veitti verkinu viðtöku á Listasafninu á Akureyri en málverkinu hefur þegar verið valinn staður í Naustaskóla.
Guðbjörg sagði við þetta tækifæri meðal annars að titillinn bæjarlistamaður hafi verið henni talsverð lyftistöng og auðveldað
henni að koma sér á framfæri sem listamanni.
Við í Naustaskóla þökkum einnig fyrir þann sóma sem okkur er sýndur með því að okkur er falið þetta fallega verk til
varðveislu.