8:10 – Nemendur mæta í heimakróka, fulltrúar í nemendaráði á hverjum stað gera nafnakall og flytja morgunhugvekju :)
8:20 – Mæting á sal. Nemendaráð stjórnar dagskrá. Haldinn verður bekkjarfundur starfsmanna (Brynjar stjórnar), síðan verður hæfileikakeppni starfsmanna (Guðný Birta og Ugla stjórna, verðlaun veitt fyrir besta atriðið), spurningakeppni starfsmanna (Pétur, Hrannar og Brynjar stjórna). Að því búnu farið út á völl þar sem 8 manna úrvalslið starfsmanna keppir í knattspyrnu við úrvalslið nemenda. Þrekæfingar og suicide (Pétur og Freyr stjórna).
ca. 9:30-9:55 Nemendur inni í frímínútum en kennarar úti. (Venjuleg útigæsla breytist í innigæslu) Sjoppan opin (9. bekkur afgreiðir), nemendaráð fær kaffistofuna til einkaafnota á þessum tíma.
10:00-11:45 "Frjáls skóli" í boði nemendaráðs. Bíósýningar í austurenda skólans fyrir þá sem vilja.. aðrir spila eða hafa það huggulegt að eigin vali.. En það er bannað að læra !!!
11:45-12:15 Matur
12:15-13:15 Kennslustundir skv. stundaskrá en nemendur annast kennsluna (nemendur í hverjum hóp og kennarateymi undirbúa) !!
Á nemendadaginn mega nemendur hafa með sér snakk að eigin vali og gosdrykkir eru leyfðir og "eitt lítið nammi". Mælst er til þess að starfsmenn klæði sig "barna- eða unglingalega".
Hólmatún 2 | 600 Akureyri Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111 Netfang: naustaskoli@akureyri.is
|
|
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 460 4100 / naustaskoli@akureyri.is