Nemendadagurinn

Föstudagurinn 21. febrúar er hinn árlegi "nemendadagur" í Naustaskóla. Það þýðir að þennan dag tekur nemendaráð völdin í skólanum og skipuleggur skólastarfið eftir eigin höfði.  Að þessu sinni hefur nemendaráð ákveðið að það skuli vera svokallað "glæsiþema" sem þýðir að mælst er til þess að allir mæti í sínu fínasta pússi eða að minnsta kosti mjög glæsilega til fara!  Svo er að sjálfsögðu frjálst nesti og um að gera að koma með snakk og safa eða djús en hluta dagsins verður auðvitað bíó. Nemendaráð hefur hins vegar ákveðið að ekki sé í boði að koma með gos eða sælgæti. Dagurinn er síðan styttri en vanalega því að nemendur fara heim (eða í Frístund) að afloknum mat um kl. 11:45.