Nemendaráð ákveður "lit skólans"

Ljósblár er litur Naustaskóla!
Ljósblár er litur Naustaskóla!
Nú hefur nemendaráð ákveðið að "litur skólans" til framtíðar verði ljósblár.  10. bekkur hefur nú í hyggju að fara að selja boli og þá þurfti að ákveða lit þannig að sem flestir geti keypt sér bol í lit skólans t.d. til að mæta í þegar íþróttakeppnir eiga sér stað o.s.frv.  Litir hafa nokkuð verið á reiki milli skóla og milli keppna, við höfum hingað til notað bæði appelsínugulan og fjólubláan en aðrir skólar nota einnig þá liti og var því ákveðið að finna nýjan lit.  Eftir nokkrar umræður komst nemendaráð að þeirri niðurstöðu að ljósblár yrði litur Naustaskóla, enda er sá litur ekki í notkun annars staðar, bæði kyn virðast fella sig vel við hann og hann fer vel með merki skólans.