Niðurstöður foreldrakönnunar, læsisprófa o.fl.

Við minnum á að hérna á vefsíðunni má nálgast ýmis gögn sem lúta að mati á starfinu í skólanum okkar.  Síðustu gögnin sem bættust þar við eru niðurstöður læsisprófa í 1. og 2. bekk og svo niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins sem lögð var fyrir á dögunum.  Þar sjáum við í fyrsta sinn birtast mat og viðhorf forelda til starfsins í skólanum, borið saman við niðurstöður í meirihluta grunnskóla landsins, og er afar ánægjulegt að greina frá því að Naustaskóli kemur mjög vel út í þeim samanburði.  Til að nálgast þessi gögn er hægt að smella á "skólinn" í stikunni hér efst á síðunni, og síðan á "matsgögn/skýrslur" eða bara smella hér...