Ný dagsetning á námskeiðið Jákvæður agi

Hér koma nýjar dagsetningar á foreldranámskeiðinu Jákvæður agi:
15. og 22. febrúar 2017. Skráning fer fram hjá Kristjönu ritara í síma 460 4100 eða á netfangið kristjana@akmennt.is. Vinsamlegast skráið nafn, síma og netfang í tölvupóstinum.

Jákvæður agi kennir börnum og unglingum félagsfærni og lífsleikni. Jákvæður agi byggir upp samband væntumþykju og virðingar milli barns og fullorðins og meginmarkið er sameiginleg lausnaleit. Jákvæður agi leggur áherslu á að kenna, hvetja og sýna skilning í samskiptum sem byggja á gagnkvæmri virðingu.
Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á þátttöku allra í æfingum og umræðum þeim tengdum. Einnig verður fjallað um uppbyggingu fjölskyldufunda og verkfæri Jákvæðs aga.

Kennari: Aníta Jónsdóttir og Jónína Hauksdóttir

 
 
Vekj