17.05.2011
Mennta- og
menningarmálaráðherra staðfesti í gær, 16. maí 2011, nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Í þeim birtist ný menntastefna sem hefur það meginmarkmið að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem
styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og
lýðræðissamfélagi. Kjarni menntastefnunnar er settur saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði,
jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Námskrárnar eru aðgengilegar á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins en fyrirhugað er að gefa þær út á prenti í haust. Námskrárnar taka
gildi frá og með næsta skólaári og verða innleiddar á þremur árum. Sjá nánar hér...